mane-opinn-fyrir-thvi-ad-yfirgefa-liverpool-i-sumar-–-draumur-hans-ad-spila-a-spani

Mane opinn fyrir því að yfirgefa Liverpool í sumar – Draumur hans að spila á Spáni

Vefsíðan GOAL segist hafa heimildir fyrir því að Sadio Mane, sóknarmaður Liverpool, væri opinn fyrir því að ganga til liðs við Real Madrid eða Barcelona, sé vilji hjá félögunum að fá hann til liðs við sig.

Samkvæmt GOAL hefur það verið draumur Mane frá því að hann var lítill strákur að spila í spænsku úrvalsdeildinni og er það einhvað sem umboðsmenn hans vita af.

Liverpool hefur ekki fengið nein tilboð undanfarið í Mane en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2023. Samkvæmt heimildum GOAL hafa engar viðræður átt sér stað undanfarið á milli Liverpool og Mane um nýjan samning.

Mane er ekki óánægður hjá Liverpool og það gæti vel farið svo að hann verði áfram hjá Liverpool þar sem hann er mjög mikils metinn.

Mane leiddi senegalska landsliðið til sigurs í Afríkukeppninni í síðustu viku en Senegal bar sigur út býtum í úrslitaleiknum gegn Egyptalandi.

Mane gekk til liðs við Liverpool frá Southampton í júlí árið 2016. Síðan þá hefur hann spilað 244 leiki fyrir félagið, skorað 107 mörk og gefið 44 stoðsendingar. Þá hefur hann orðið Englands- og Evrópumeistari með liðinu.

Enski boltinn á 433 er í boði


Posted

in

,

by

Tags: