5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Mannabein í Vopnafirði – Talin hafa legið í sjó í nokkurn tíma

Skyldulesning

Mannabein fundust í fjöru á Vopnafirði í dag. Vísir greinir frá og segir lögregluna á Austurlandi hafa staðfest þetta í samtali við fréttastofu Vísis.

Tilkynning barst lögreglu snemma í morgun og virðist beinunum hafa skolað á land. Málið er í rannsókn en ekki leikur grunur á að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Kennsl hafa ekki verið borin á beinin og má vænta tilkynningu lögreglu vegna málsins síðar í dag.

Uppfært 15:30

Tilkynning hefur borist frá lögreglunni á Austurlandi. Hún er svohljóðandi:

„Um klukkan hálf ellefu í morgun barst lögreglu tilkynning um bein í fjöru við Vopnafjörð. Talið var að um mannabein væri að ræða. Lögregla hefur síðan verið að störfum á vettvangi við vettvangsrannsókn.

Staðfest hefur verið að um líkamsleifar er að ræða og talið að þær hafi legið í sjó í nokkurn tíma. Þær munu nú sendar til frekari rannsóknar þar sem kennslanefnd Ríkislögreglustjóra freistar þess að staðfesta kennsl þeirra.

Ekki leikur grunur á að líkfundur þessi tengist saknæmu atviki“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir