3 C
Grindavik
28. febrúar, 2021

Mannfall Tékka samsvarar 600 látnum hér. Kerfið að örmagnast.

Skyldulesning

Í Tekklandi búa um 20 sinnum fleiri íbúar en hér á landi. Þar hafa nú 20 þúsund látist í farsóttinni og miðað við fólksfjölda samsvar það um 600 manns hér. Hér hafa hins vegar aðeins 30 látist. 

Í umræðunni um þessi mál hefur það loðað við hana hjá mörgum, að skárra sé að lofa sóttinni að fara sínu fram að mestu, því að hvort eð er séu flestir hinna látnu með svonefnda undirliggjandi sjúkdóma, ellihrumleika eða aðra veikleika og að þegar á allt sé litið sé það ekkert svo ýkja slæmt að þessu fólki fækki. 

En reynslan hefur sýnt það margsinnis allt frá upphafi faraldursins og nú síðast hjá Tékkum, að hjá þeim sem nota orðalagið „þegar á allt er litið“ virðist oft gleymast, að það er engin endanleg lausn og auðveld að „losna við“ sjúklingana. 

Í fyrsta lagið kostar sjúkdómslega mikils fjölda fólksgríða rlegt rými, mannskap og tæki, og með því að legunni lýkur taka líkgeymslur, útfararþjónusta og legstaðir við áður en öll kurl koma til grafar í bókstaflegri merkingu. 

Sá hluti heilbrigiskerfisins sem þetta þarf að annast er nú á barmi þess að örmagnast í Tékklandi eins og víðar, en ef slíkt gerist bitnar það í raun enn neira á öðrum sjúklingum en . 


Innlendar Fréttir