5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Mannlíf og RÚV til varnar Róbert Wessman

Skyldulesning

,,Ég taldi fulla ástæðu til þess að setja fót­inn niður og tjáði Ró­bert ít­rekað, að ég myndi ekki beita mér fyr­ir því að koma höggi á um­rædda aðila í fjöl­miðlum og vega bein­lín­is að æru og mann­orði þeirra, eins og hann vildi. Ég var um tíma út­gef­andi Mann­lífs, sem Ró­bert fjár­magnaði…“ segir Halldór Kristmannsson sem til skamms tíma var náinn samstarfsmaður Róbert Wessman.

Mannlíf kynnir sig sem ,,beittur og lifandi fjölmiðill“ er ekki bitlaust í vörn sinni fyrir Róbert. Útgáfan kynnir til sögunnar Láru Ómarsdóttur, gamalkunnan RÚV-ara, sem ber í bætifláka fyrir launagreiðanda sinn þessa stundina.

Þóra Arnórsdóttir, samstarfsmaður Láru á RÚV, skrifar frétt á Efstaleitis-miðilinn hliðholla Róbert.

Auðmenn kaupa sér almannatengla úr röðum blaða- og fréttamanna og fá í kaupbæti tengslanetið. Og hvað gera blaðmenn í löglega siðleysinu? Jú, þeir veita hverjir öðrum verðlaun fyrir vel unnin störf.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir