Manst þú eftir konunni sem varð heimsfræg á einni nóttu árið 2020? – Þetta er hún að gera í dag – DV

0
143

Manst þú eftir konunni sem vakti heimsathygli árið 2020 fyrir að syngja „Shallow“ á leið í lestina? Charlotte Awbery var á leið í neðanjarðarlest í London í febrúar 2020 þegar hún var óvænt beðin um að halda áfram með lagið „Shallow“.

This guy challenged strangers to ‘finish the lyrics’ and this woman passing by started belting out Shallow like she was performing at the Oscars, literally flawless 😭

📹: Kevin Freshwater pic.twitter.com/P8Vn5qj4Nn

— Anthony 🚨 Lady Gaga News (@antpats2) February 18, 2020

Myndbandið fór eins og eldur í sinu um netheima og hefur fengið yfir hundrað milljónir í áhorf á samfélagsmiðlum. Hún eignaðist fjölda aðdáenda og varð heimsfræg á einni nóttu. Stuttu seinna fór Charlotte í spjallþátt Ellen DeGeneres og sagði í þættinum að myndbandið hafi ekki verið sviðsett, hún hafi verið á leiðinni í lestina að hitta vinkonu sína.

Hún gaf svo út tónlistarmyndband við „Shallow“ en síðan þá hefur farið lítið fyrir henni og hafa netverjar velt fyrir sér hvað hafi orðið um hana.

.@CharlotteAwbery kicks off her solo era with official “Shallow” music video.

Watch: https://t.co/Rq238iwMsj pic.twitter.com/m6aINJpcRF

— Pop Crave (@PopCrave) September 11, 2020

BuzzFeed fór yfir það sem söngkonan hefur verið að gera síðastliðin þrjú ár.

Í september 2021 gaf hún út fyrsta lagið sitt, „One & Only“. Hún deilir einnig reglulega ábreiðum á Instagram, þar sem hún er með yfir 510 þúsund fylgjendur.

Síðan tóku við nokkuð rólegt eitt og hálft ár en aðdáendur hennar geta verið spenntir þar sem hún greindi frá því í febrúar að hún væri mætt aftur í hljóðverið og gaf út nýtt lag.