7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Maradona spilaði einu sinni fyrir enskt félag og það á lánuðum skóm

Skyldulesning

Enski boltinn

Diego Maradona í leik með Tottenham Hotspur í maí 1986. Rúmum mánuði síðar var hann orðinn heimsmeistari með argentínska landsliðinu.
Diego Maradona í leik með Tottenham Hotspur í maí 1986. Rúmum mánuði síðar var hann orðinn heimsmeistari með argentínska landsliðinu.
Getty/Allsport

Diego Maradona spilaði aldrei í ensku deildinni en hann náði þó einu sinni að spila fyrir enskt félag á níunda áratugnum.

Gamlir leikmenn Tottenham frá níunda áratugnum hafa rifjað það upp eftir fráfall Diego Maradona í gær að hann klæddist einu sinni búningi Tottenham í leik.

Diego Maradona fór í Tottenham búninginn árið 1986 og spilaði leik fyrir framan þrjátíu þúsund manns á White Hart Lane.

Leikurinn sem um ræðir var sérstakur heiðursleikur fyrir landa hans Ossie Ardiles sem spilaði með Tottenham frá 1978 til 1988. Tottenham spilaði þá góðgerðaleik á móti ítalska félaginu Internazionale.

Leikurinn fór fram í maí 1986 eða aðeins mánuði áður en Maradona tók yfir heimsmeistarakeppnina í Mexíkó og leiddi argentínska landsliðið til sigurs.

Not many people remember this, or even knew of this, but Maradona once played for Tottenham.

And he did so in borrowed boots… what a story! https://t.co/UcGNKpUinn

— SPORTbible (@sportbible) November 26, 2020

Maradona var tilbúinn að spila leikinn þar sem hann var mikill vinur Ossie Ardiles sem hann spilaði um tíma með í argentínska landsliðinu. Báðir náðu þeir að verða heimsmeistarar með Argentínu en þó ekki samana. Ossie Ardiles var í sigurliðinu 1978 en Maradona auðvitað í 1986 liðinu.

Diego Maradona mætti reyndar skólaus til leiks og þurfti að fá skó lánaða hjá markakónginum Clive Allen.  Allen notaði hitt parið sem var með og skoraði annað markið í 2-1 sigri en Maradona náði ekki að skora þótt að hann hafi sýnt mörg flott tilþrif.

Það fylgir reyndar sögunni að hvort sem það var töfrum Maradona að þakka þá átti Clive Allen sitt besta tímabil á ferlinum 1986-87 eða næstu leiktíð á eftir. Allen skoraði þá 33 mörk í deildinni og 49 mörk í öllum keppnum.

Diego Maradona spilaði við hlið leikmanna eins og þeirra Glenn Hoddle og Chris Waddle þetta eftirminnilega kvöld á White Hart Lane.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra þeirra minnast þessa leiks.

Very sad day and a true footballing great. I was very lucky to share the pitch and play with him and not so lucky to play against him, one of the very best. My thoughts and prayers are with his family at this time. #RIPDiego pic.twitter.com/BgcdLltI5u

— Glenn Hoddle (@GlennHoddle) November 25, 2020

Diego Maradona once played FOR Spurs at White Hart Lane against Inter Milan in boots borrowed from Clive Allen

What an incredible story https://t.co/X4sKHiDBR9

— talkSPORT (@talkSPORT) November 25, 2020Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir