5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Marel greiðir 6,2 milljarða í arð

Skyldulesning

Aðalfundur Marel fór fram í gær.

Ljósmynd/Aðsend

Aðalfundur Marel samþykkti í gær tillögu stjórnar að arðgreiðslur fyrir rekstrarárið 2020 yrðu 5,45 evru sent á hlut. Samtals er fyrirhuguð heildararðgreiðsla um 41 milljón evra sem samsvarar ríflega 6,2 milljörðum króna. 

Heildararðgreiðslan nemur um 40% af hagnaði ársins og er í samræmi við markmið félagsins um fjármagnsskipan og arðgreiðslustefnu er kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Á fundinum gaf Ásthildur Otharsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður Marel, ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hún hefur setið í stjórn Marel í 11 ár, þar af 7 og hálft ár sem stjórnarformaður. 

Þá var Dr. Svafa Grönfeldt  kosin ný inn í stjórn félagsins. 

Eftirfarandi aðilar voru kosnir í stjórn Marel: 

Ann Elisabeth Savage

Arnar Þ. Másson

Ástvaldur Jóhannsson

Lillie Li Valeur

Dr. Ólafur Guðmundsson

Dr. Svafa Grönfeldt

Ton van der Laan

Arnar Þór Másson verður formaður stjórnar og Ólafur Guðmundsson varaformaður.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir