5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

„Margar ákvarðanir þríeykisins sem maður skilur ekki“

Skyldulesning


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Arnar Daði Arnarsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild en hann þjálfar handboltalið Gróttu sem hefur lítið fengið að spreyta sig á leiktíðinni vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta var ekki frumraunin sem Arnar Daði bjóst við en Grótta hafði aðeins leikið fjóra leiki í Olís-deildinni þegar íþróttahúsum landsins var skellt í lás í haust.

Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Arnar Daða í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Maður bjóst alls ekki við þessu. Þetta er hundleiðinlegt. Maður er búinn að bíða eftir því að þjálfa í efstu deild lengi og svo var þessu kippt frá manni sisvona,“ segir Arnar Daði sem á bágt með að skilja þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi vegna faraldursins.

„Margar ákvarðanir sem hafa verið teknar af þessu svokallaða þríeyki sem maður bara skilur ekki,“ segir Arnar Daði.

Viðtal Gaupa við Arnar Daða í heild má sjá hér neðst í fréttinni.

Klippa: Sportpakkinn: Arnar Daði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir