4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Margir krefjast opinberrar rannsóknar á starfsháttum Trump – Þetta er svar Biden

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Margir Demókratar hafa krafist þess að Joe Biden, verðandi forseti, láti hefja umfangsmiklar opinberar rannsóknir á embættisfærslum Donald Trump frá því að hann tók við sem forseti. Trump hefur sjálfur hótað að láta dómsmálaráðuneytið rannsaka pólitíska andstæðinga sína og telja sumir innan Demókrataflokksins að Biden eigi að svara í sömu mynt um leið og hann tekur við lyklavöldunum í Hvíta húsinu.

Einn þeirra Demókrata sem hæst hafa með þessa kröfu er Bill Pascrell, þingmaður í fulltrúadeildinni, sem hefur krafist rannsóknar á embættisfærslum Trump og samstarfsfólks hans. „2021 verða dómsmálaráðuneytið og önnur viðeigandi yfirvöld að rannsaka Trump-stjórnina ofan í kjölinn. Það verður að draga Trump og aðstoðarfólk hans fyrir dóm fyrir lögbrot þeirra,“ skrifaði hann meðal annars í langri færslu á Facebook.

Í færslunni sakaði hann Trump um fjölda lögbrota og að hafa stefnt öryggi Bandaríkjanna í hættu. Hann varaði einnig við því að skortur á vilja til að rannsaka embættisfærslur Trump muni gera Bandaríkin enn „löglausari og ýta undir einræðisstjórn“. „Hann verður að sæta ábyrgð,“ sagði Pascrell.

Biden var spurður út í þetta í þættinum NBC Nightly News í gærkvöldi en þetta var í fyrsta sinn síðan Joe Biden sigraði í forsetakosningunum að hann kom fram í fréttaþætti. Þegar spurt var um hugsanlega rannsókn á Trump og embættisfærslum var svar Biden á þann veg að ætla má að hann ætli að standa við kosningaloforð sitt um að sameina klofna þjóðina. „Ég ætla ekki að gera það sama og núverandi forseti og nota dómsmálaráðuneytið eins og mitt einkaverkfæri til að koma fram vilja mínum,“ sagði Biden.

Demókratar hafa einnig bent á að margar rannsóknir séu nú hafnar í ríkjum landsins á ýmsu er tengist Trump. „Ég hef lesið að margar rannsóknir fari nú fram í ríkjunum. Ég get ekki haft nein afskipti af því,“ sagði Biden.

Meðal þessara rannsókna er að í New York eru yfirvöld að rannsaka meinta spillingu Trump. Ekki er hægt að sækja hann til saka í ríkinu á meðan hann er forseti en um leið og hann lætur af embætti er hægt að draga hann fyrir dóm.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir