2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Margir leigjendur með þunga byrði

Skyldulesning

Frá Reykjavík.

Frá Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikill munur er á lífskjörum fólks á Íslandi eftir stöðu þess á húsnæðismarkaði. Þeir sem leigja eru í verri stöðu en þeir sem eiga húsnæði. Á árinu 2021 voru 19% heimila á leigumarkaði með þunga byrði húsnæðiskostnaðar og er það sama hlutfall og árið á undan. Á sama tímabili lækkaði metin byrði á meðal eigenda úr rúmum 14% í tæp 10%. Byrði húsnæðiskostnaðar var hærri hjá eigendum en leigjendum á árunum 2010 til 2014 en hefur síðan snúist við.

Koma þessar upplýsingar fram í bráðabirgðatölum úr lífskjararannsókn Hagstofu Íslands.

Um 22% heimila voru í leiguhúsnæði árið 2021. Hefur hlutfallið farið lækkandi síðustu árin, frá því það var 31% á árunum 2017 og 2018.

Ef litið er á mat á því hvort heimili búi við skort á efnislegum gæðum sést að slík staða mælist hjá um 11% heimila á leigumarkaði á árinu 2021 en 2,5% heimila voru talin búa við verulegan skort. Eigi að síður hefur þeim leigjendum sem búa við skort eða verulegan skort á efnislegum gæðum fækkað mjög mikið frá því sem var á árunum 2019 og 2020. Á hinn bóginn er lítill skortur á efnislegum gæðum á heimilum sem eru í eigin húsnæði og verulegur skortur mælist vart í þeim hópi.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir