8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Margir náðu sér í jólamatinn en langt í frá allir

Skyldulesning

,,Ég náði mér í jólamatinn, það hafðist að lokum,“ sagði Árni Friðleifsson í samtali við Veiðipressuna. Margir náðu sér í jólamatinn en langt í frá allir. Einn veiðimaður sem við heyrðum í sagðist hafa farið fjórum  sinnum og náð einum fugli, svona er þetta bara víða.

,,Þessi síðasta helgi sem mátti veiða var mjög  fallegur dagur í íslenskri náttúru, sagði Árni ennfremur um stöðuna. Reyndar heyrðum við aðeins á veiðimönnum að aðeins meira hefði sést síðustu daga tímabilsins af fugli.

,,Við sáum töluvert síðasta daginn sem mátti skjóta en fuglinn var dýrvitlaus, kannski ekki skrítið. Daginn eftir var slæmt veður og þess vegna hefur fuglinn verið svona styggur,“ sagði annar veiðimaður sem var í næsta nágrenni við Holtavörðuheiðina á síðasta degi um síðustu helgi,

Mynd. Árni Friðleifsson náði sér í rjúpur í jólamatinn, síðustu helgina sem mátti skjóta, fyrir viku síðan.

Innlendar Fréttir