7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Margrét Lára: Galin ákvörðun

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Margrét Lára Viðarsdóttir segir Brighton ekki hafa átt að fá vítaspyrnu undir lok leiks í 1:1 jafntefli liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Ég hefði orðið brjáluð að fá á mig vítaspyrnu á þessum tímapunkti og fyrir svona litlar sakir,“ sagði Margrét Lára í Vellinum á Síminn Sport.

„Mér finnst þetta eiginlega bara galin ákvörðun. Jú það getur vel verið að hann [Andy Robertson] snerti hann en hvað er Welbeck að fara að gera? Er hann að fara að ná þessum bolta? Er hann að fara að skora? Mér finnst dómarinn ekki alveg vera að lesa leikinn þarna,“ bætti hún við.

„Þetta er ekki víti fyrir mér,“ sagði Margrét Lára að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir