8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Margrét Lára: Gott að hafa Mata að mata hina

Skyldulesning

Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport. Á meðal þess sem þau ræddu var uppstilling Manchester United í grannaslagnum gegn Manchester City á laugardaginn var en leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Ole Gunnar Solskjær stillti upp 4-4-2 kerfi sem Margrét Lára var ekki mjög hrifin af og þá vildi hún sjá spænska miðjumanninn Juan Mata spila frekar en Paul Pogba. 

Umræðurnar má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

Innlendar Fréttir