10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Margþætt viðbrögð ríkisvaldsins við rannsóknarskýrslunum

Skyldulesning

Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls …

Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008, ásamt bunkunum sem nefndin skilaði af sér vorið 2010.

mbl.is/Kristinn

Forsætisráðherra hefur lagt fram skýrslu á Alþingi, um ábendingar sem varða stjórnsýsluna í rannsóknarskýrslum Alþingis um orsakir falls íslensku bankanna 2008, orsakir falls sparisjóðanna og erfiðleika Íbúðalánasjóðs og viðbrögð við þeim.

Í skýrslunni, sem er 374 síður, er ítarlega rakið það mat hlutaðeigandi stjórnvalda, að brugðist hafi verið við flestum ábendingum rannsóknarnefndanna með fjölþættum hætti.

Farið var í gegnum allar rúmlega 5.000 síður skýrslna rannsóknarnefndanna, en úr þeim voru dregnar fram 339 ábendingar. Flestar heyra þær undir Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, fjármálaráðuneyti og forsætisráðuneyti og hefur verið brugðist við þeim í yfirgnæfandi hluta tilfella.

Ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er varða stjórnsýsluna lúta bæði að lagaumgjörðinni sem slíkri og lagaframkvæmdinni, þ.e.a.s. því að stjórnvöld hafi ekki leyst nægilega vel af hendi lögbundin verkefni.

Skýrslan á rót sína að rekja til skýrslubeiðni sem Alþingi samþykkti 148. löggjafarþingi þar sem þess var beiðst að dregnar yrðu fram allar ábendingar er varða stjórnsýsluna í þeim þremur rannsóknarskýrslum sem beiðnin tók til og að greint yrði frá því hvort og þá hvernig brugðist hafi verið við einstökum ábendingum. Þeim stjórnvöldum sem nú bera ábyrgð á málefnunum sem ábendingar varða var síðan falið að svara því hvort og þá að hvaða marki brugðist hafi verið við ábendingum.

Ábendingar og úrbætur

Ábendingum var skipt í fimm flokka eftir því hvar ábyrgðin lá og með hvaða hætti væri eðlilegast úr að bæta.

Pólitísk stefnumótun og lagasetning var talin hafa liðið fyrir skort á yfirsýn, samræmdu eftirliti og skýrri verkaskiptingu. Ábendingar skýrslunnar gæfu til kynna að orsakir bankahrunsins haustið 2008 mætti að hluta til rekja annars vegar til ákvarðana sem teknar voru á vettvangi löggjafarvaldsins um almennar leikreglur fjármálakerfisins og hins vegar skorts á slíkum ákvörðunum þar sem þess hafi verið þörf.

Skipulag stjórnsýslunnar og samstarf stjórnvalda, þ.e.a.s. hvernig stjórnkerfið, sem ætlað er að framfylgja þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið á vettvangi löggjafans, er skipulagt og starfar saman sem kerfisbundin heild. Þar var einnig talið skorta á heildaryfirsýn og samræmingu eftirlitsaðgerða á fjármálamarkaði í aðdraganda bankahrunsins. Samspil milli þjóðhagslegs og rekstrarlegs stöðugleikaeftirlits hafi verið ófullnægjandi og skortur hafi verið á samræmdum aðgerðum. Ástæða þessa hafi verið sú að enginn einn aðili hafi borið ábyrgðina.

Faglegri stefnumótun stjórnsýslunnar þótti ábótavant, þ.e.a.s. í hinum stjórnsýslulega þætti, sem tekur við hinni pólitísku stefnumörkun og á að framkvæma samkvæmt henni. Þannig hafi stjórnsýslan almennt verið illa búin undir fall bankanna 2008 og stjórnarráðið í aðpdragandanum hvorki gert úttektir né lagt mat á hugsanlega fjárhagslega áhættu íslenska ríkisins og ríkissjóðs vegna starfsemi íslensku fjármálafyrirtækjanna hér á landi og erlendis.16 Þá gerði rannsóknarnefndin athugasemdir við að ekki hafi tekist að ljúka sameiginlegri viðbúnaðaráætlun stjórnvalda vegna yfirvofandi fjármálahruns þegar bankarnir riðuðu til falls.

Innviðir og mannauður stjórnsýslunnar voru ekki taldir nægjanlegir, stofnanir hafi skort fjármagn, betri aðbúnað, og liðið fyrir mikla starfsmannaveltu, þar sem hið opinbera hafi ekki getað keppt við einkaaðila um hæfa sérfræðinga. Þetta hafi  einnig snúið að óáþreifanlegri atriðum á borð við stofnanamenningu, gildi stofnana og starfsfólks og sjálfsmynd þeirra.

Ákvarðanataka og beiting stjórntækja þótti ennfremur oft fálmkennd, að einstök mál voru ekki afgreidd með fullnægjandi hætti innan stjórnsýslunnar; ýmist vegna þess að á skorti að mál væru tekin formlega til meðferðar eða þau að öðru leyti ekki lögð í viðhlítandi farveg og jafnframt að ákvörðunum var ekki fylgt eftir til enda. Jafnvel þar sem lagaleg úrræði og heimildir hafi verið skýr og næg hafi iðulega skort á myndugleika, festu og eftirfylgni, en einnig gerði rannsóknarnefndin athugasemdir við að formfesta hafi ekki alltaf verið nóg, svo sem með formlegum fundarhöldum í stjórnsýslunni, skriflegum athugasemdum og þess háttar, þó það hefði tæplega haft úrslitaáhrif.

Í skýrslunni forsætisráðherra er svo fjallað ítarlega um hvernig úrbótum hafi verið komið á í fjármálakerfinu, með breyttum lagaramma, fjármálastöðugleikaráðstöfunum, breyttu fjármálaeftirliti; í hagstjórninni með aukinni samhæfingu, nýrri peningastefnu, opinberri fjármálastefnu, og stöðugleika á vinnumarkaði; í stjórnsýslunni með bættum starfsskilyrðum, auknu samstarfi ráðuneyta, umbótum í lagasmíð, stefnumótun stjórnvalda, fræðslu og þjálfun starfsfólks hins opinbera, auknu gagnsæi og upplýsingaskráningu, og bættri framkvæmd EES-samningsins,

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir