4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Mario Balotelli í ítölsku B-deildina

Skyldulesning

Hinn skrautlegi framherji, Mario Balotelli, er genginn til liðs við ítalska B-deildar liðið AC Monza. Hann semur við liðið út tímabilið.

Balotelli sem er 30 ára, hafði verið án félags síðan síðasta sumar þegar hann fór frá ítalska félaginu Brecia. Hann hefur þó verið að halda sér í standi með því að æfa með D-deildar liðinu Franciacorta.

Það er ljóst að koma Balotelli til Monza getur gefið liðinu mikinn styrk ef hann er fókuseraður á að standa sig inn á knattspyrnuvellinum. Hann er reynslumikill leikmaður sem hefur á sínum ferli unnið Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina og ítölsku úrvalsdeildina svo eitthvað sé nefnt.

Balotelli hittir fyrir annan leikmann hjá Monza sem hefur reynslu af hæsta gæðasviði knattspyrnunnar. Kevin Prince Boateng, fyrrum leikmaður Tottenham er einnig hluti af leikmannahóp liðsins.

Monza er sem stendur í 9. sæti ítölsku B-deildarinnar.

Benvenuto Mario!⚪️🔴🔥 https://t.co/2nmDzUzDV1 pic.twitter.com/a3F3SCoTiB

— AC Monza (@ACMonza) December 7, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir