Marissa vildi láta myrða frænku sína og fjölskyldu hennar: Kynntist manni á netinu og bað hann um að fremja morðin en sá var allt annar en hún átti von á – DV

0
72

Marissa Williams er sennilega með heimsins óheppnustu, eða hugsanlega heimskustu glæpamönnum. Eða eins og í hennar tilviki, verðandi glæpamönnum. Hún vildi láta myrða frænku sína en svo fór að hún reyndi óvart að ráða fyrrnefnda frænku til verknaðarins. 

Marissa var 19 ára bjó í Alabama árið 2014 oh var ekki á góðum stað í lífinu. Hún var heimilislaus og á skilorði fyrir ýmsa smáglæpi þegar að föðursystir hennar, Patra Williams, sá aumur á henni og bauð Marissu að flytja til sín.

Vonaðist Patra til þess að vistin á heimilinu myndi veita Marissu einhvern stöðugleika í lífinu

Marissa Williams. Ógnvekjandi karlmenn og nekt á netinu

En vonir frænku hurfu fljótlega eftir að Marissa flutti inn. Hún neitaði alfarið að fylgja reglum heimilisins, hegðun hennar var vanstillt og reglulega bönkuðu karlmenn á upp á, á öllum tímum sólarhringsins, leitandi að Marissu, þar á meðal margir sem Patra hreinlega hræddist.

Patra vildi vita hvar frænka hennar væri að komast í kynni við slíka menn og fletti upp á samfélagsmiðlum Marissu. Sá hún þarf myndir af frænku sinni, oft hálfnaktri, og voru margir póstar hennar afar kynferðislegs eðlis.

Patra var ekki sátt og ákvað að ræða málin við Marissu. En Marissa vildi ekki heyra orð, rauk í burtu, og blokkeraði frænku sína á öllum samfélagsmiðlum.

Patra Williams. „Topdog“

„Ég vildi bara hjálpa henni. Ég er frænka hennar og vissi að hún var ekki á góðum stað í lífinu. En ég hafði enga hugmynd um hvert það myndi á endanum leiða,” sagði Patra síðar í viðtali.

„Ég vildi bara fylgjast með henni og passa upp á að hún væri ekki að koma sér í hættulegar aðstæður.”

Dag einn fékk Marissa vinabeiðni frá karlmanni að nafni Tre „Topdog” Ellis. Hún samþykkti beiðnina og hófu þau að spjalla saman. Það liðu aðeins nokkrir dagar þar til Marissa sagði „Topdog” að hún hataði frænku sína, og reyndar alla sína fjölskylduna, og lofaði hún honum kynlífi ef hann myndi myrða þau og „ræna” henni.

„Topdog” tók hvorki játandi né neitandi í beiðnina en Marissa hélt áfram að biðja hann um að losa sig við fjölskylduna. Sendi hún honum nákvæmar upplýsingar um hvernig best væri að komast inn í húsið án þess að nokkur yrði þess var.

Þegar inn væri komið átti hann að myrða Patra, unnusta frænku hennar og ungan son Patra.

Hún vildi meira segja hund fjölskyldunnar dauðann og sagðist líka hata hann.

Patra sagðist bara viljað vernda frænku sína. Afsökunarbréfið dugði til

En það var enginn Tre „Topdog” Ellis til í raun og sann. „Topdog” var engin annar en Patra frænka hennar sem hafði skapaði karakterinn til að fylgjast með Marissu þar sem hún var alls staðar blokkuð.

Marissa var því í raun að biðja frænku sína um að myrða sjálfa sig og fjölskyldu sína.

Um leið og Patra áttaði sig á að Marissu var full alvara hafði hún samband við lögreglu og var Marissa handtekin hið snarasta.

Hún var leyst úr varðhaldi gegn 30.000 dollara greiðslu tryggingafés, sem Patra af öllum manneskjum greiddi, en Marissa lét sig hverfa.

Marissa náðist þó fljótlega, sýndi iðrun og skrifaði Patra afsökunarbréf sem varð til þess að Patra dró til baka kærur á hendur frænku sinni.

Þó það sé ekkert um það að finna á stafrænum víðáttum Internetsins verður þó að teljast ólíklegt að Patra hafi boðið Marissu aftur samastað.

Það hlýtur að vera erfitt að fá almennilegan nætursvefn, vitandi af manneskju sem vildi þig myrta með köldu blóði, í næsta herbergi.