3 C
Grindavik
1. desember, 2020

Markaðsverð á laxi enn lágt

Skyldulesning

Eldislaxinn skipar sífellt stærri sess meðal útflutningsgreina landsins. Meðalverð á …

Eldislaxinn skipar sífellt stærri sess meðal útflutningsgreina landsins. Meðalverð á mörkuðum hefur verið heldur lágt að undanförnu.

mbl.is/Helgi Bjarnason

Meðalmarkaðsverð á laxi styrktist um 2,58% í síðustu viku og endaði í 42,49 norskum krónum, jafnvirði 651 íslenskrar krónu. Samkvæmt laxvísitölu Nasdaq hefur meðalverð á mörkuðum lækkað um 2,06% á undanförnum fjórum vikum og 11,99% á undanförnum tólf vikum.

Ef litið er til afurða í sláturstærð, þrjú til sex kíló, hækkaði meðalverð í síðustu viku nokkuð minna eða 1,22% og endaði í 42,58 norskum krónum á kíló, jafnvirði 653 íslenskra króna. Þá hefur verð á laxi í sláturstærð lækkað um 3,36% á undanförnum fjórum vikum og 12,25% á síðustu tólf.

Í byrjun sumars hækkaði verð ört eftir að markaðir tóku að opna á ný eftir fyrstu lokunaraðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Þá fór meðalverð um miðjan júní upp í 71 norska krónu á kíló og hefur því verð fallið um 40% frá þeim tíma.

Innlendar Fréttir