4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Markahrókurinn enn í vandræðum með hnéð

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 19.12.2020
| 11:47

Meiðslavandræði Sergio Agüero virðast engan enda ætla að taka.

Meiðslavandræði Sergio Agüero virðast engan enda ætla að taka.

AFP

Meiðslavandræði Sergios Agüeros virðast engan enda ætla að taka en argentínski knattspyrnumaðurinn á enn í vandræðum með hnémeiðsli sem hann varð fyrir í upphafi tímabils.

Agüero missti af byrjun tímabilsins eftir að hafa farið í aðgerð á hné og hann fór svo meiddur af velli í leik Manchester City gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í október. Síðan þá hefur hann ekki komið við sögu í leikjum liðsins og aðeins spilað sex leiki allt tímabilið.

City hefur átt erfitt uppdráttar í úrvalsdeildinni í vetur, liðið situr í 9. sæti eftir 12 leiki og hefur ekki skorað nema 18 mörk án markahæsta leikmanns félagsins frá upphafi.

Innlendar Fréttir