Ivan Toney, sóknarmaður enska knattspyrnuliðsins Brentford, er í annað sinn í vetur kominn í vandræði eftir að hafa látið miður heppileg orð falla um félag sitt.
Fyrir tveimur mánuðum missti hann út úr sér „Fuck Brentford“ á myndskeiði sem fór sem eldur í sinu um samskiptamiðla.
Toney fékk áminningu frá Brentford en hann er markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeildinni með 11 mörk í 25 leikjum og skoraði þrennu í sigri á Norwich fyrir skömmu.
Nú hefur birst myndskeið á samskiptamiðlinum Tik Tok þar sem einn af notendunum náði tali af Toney þar sem hann sat undir stýri á bifreið og spurði hann nokkurra spurninga. Þar á meðal voru þessar:
Hver ertu og hver er atvinna þín?
Toney: Ég er atvinnumaður í fótbolta.
Með hverjum spilarðu?
Toney: Það er ekkert spennandi!
Hann brosti síðan og keyrði í burtu en samtalið má sjá hér fyrir neðan: