6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Markmiðið að „tefja ferðamenn á för sinni“

Skyldulesning

Þá sagði Guðmundur að Hálendisþjóðgarður muni stórbæta samkeppnistöðu atvinnuveganna, ekki …

Þá sagði Guðmundur að Hálendisþjóðgarður muni stórbæta samkeppnistöðu atvinnuveganna, ekki síst ferðaþjónustunnar. Hún gæti þannig markaðsett, talað um og boðið upp á stærsta þjóðgarð í Evrópu.

mbl.is/RAX

Að mati umhverfisráðherra er stofnun Hálendisþjóðgarðs „lykilþáttur“ í endurreisn ferðaþjónustunnar í kjölfar Covid.  Frumvarpinu var dreift á Alþingi í gær og sagði umhverfisráðherra á blaðamannafundi í dag að um stóran áfanga í stofnun Hálendisþjóðgarðs að ræða.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra benti þar á að margir Íslendingar hefðu skoðað landið sitt í sumar og borið hefði á því að þeir hefðu farið hægar um landið og þjóðgarðana en ferðamenn. Guðmundur sagði að það væri einmitt markmiðið hvað varðaði erlenda ferðamenn, að reyna að „tefja ferðamenn á för sinni um landið.“

Með þeim hætti dveldu ferðamenn lengur og nýttu þá enn betur þá þjónustu sem hægt væri að fá á svæðunum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.

mbl.is/Hari

Hætta við skerðingu skipulagsvalds

Helstu breytingar sem hafa orðið á frumvarpi um Hálendisþjóðgarð síðan drög að því litu dagsins ljós eru þær að í endurbættu frumvarpi verður skipulagsvald sveitarfélaga ekki skert, núverandi virkjanasvæði verður ekki inni í þjóðgarðinum og er nú kveðið á um það í frumvarpinu hvernig mögulegt sé að skipta svæðinu í rekstrarsvæði. Sveitarfélög höfðu áður gagnrýnt það að skipulagsvald þeirra yrði skert ef frumvarpið fengi fram að ganga.

Guðmundir Ingi sagði að Hálendisþjóðgarður yrði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna og þau byggðarlög sem liggja að þjóðgarðinum.  

„Við erum að horfa fram á við, erum að skapa tækifæri fyrir komandi kynslóðir en líka núverandi kynslóðir,“ sagði Guðmundur.

Bjóða upp á stærsta þjóðgarð Evrópu

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að um 30% Íslands verði lögð undir Hálendisþjóðgarð sem skiptist í sex rekstrarsvæði, samkvæmt frumvarpinu. Helmingur svæðisins er nú þegar friðaður. Hann benti á að um væri að stærsta óbyggða víðerni Evrópu og sagði Guðmundur að Íslendingum bæri skylda ti að varðveita þau víðerni. Hálendisþjóðgarður yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum.

Þá sagði Guðmundur að Hálendisþjóðgarður muni stórbæta samkeppnistöðu atvinnuveganna, ekki síst ferðaþjónustunnar. Hún gæti þannig markaðssett, talað um og boðið upp á stærsta þjóðgarð í Evrópu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir