7.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Markúsarguðspjall.

Skyldulesning

Heródes uggandi

Heródes konungur ftéttir þetta enda var nafn Jesú orðið víðfrægt. Sögðu sumir: ,,Jóhannes skírari er risinn upp frá dauðum, þess vegna gerir hann þessi kraftaverk.“ Aðrir sögðu: ,,Hann er Elía,“ enn aðrir: ,,Hann er spámaður eins og spámennirnir fornu.“ Þegar Heródes heyrði þetta sagði hann: ,,Jóhannes, sem ég lét hálshöggva, hann er upp risinn.2 En Heródes hefði sent menn að taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródísar, konu Filippusar, bróður síns. Hann hafði gengið að eiga hana en Jóhannes hafði sagt við Heródes: ,,Þú mátt ekki eiga konu bróður þíns.“ Þess vegna lagði Heródes fæð á Jóhannes og vildi deyða hann en gat ekki því að Heródes hafði beyg af honum og verndaði hann þar eð hann vissi að hann var maður réttlátur og heilagur. Hann komst í mikinn vanda þegar hann hlýddi á mál hans en þó var honum ljúft að hlusta á hann. En nú kom hentugur dagur. Á afmæli sínu gerði Heródes veislu gæðingum sínum, hershöfðingjum og fyrirmönnum Galíleu. Dóttir Heródísar gekk þar inn og sté dans. Hún hreif Heródes og gesti hans og konungur sagði við stúlkuna: ,,Bið mig hvers þú vilt og mun ég veita þér.“ Og Heródes sór henni: ,,Hvað sem þú biður um það mun ég veita þér, allt að helmingi ríkis míns.“ Hún gekk þá út og spurði móður sína: ,,Um hvað á ég að biðja?“ Hún svaraði: ,,Höfuð Jóhannesar skírara.“ Jafnskjótt skundaði hún til konungs og bað hann: ,, Gef mér þegar á fati höfuð Jóhannesar skírara.“ Konungur varð hryggur við en vegna eiðsins og gæska sinna vildi hann ekki synja henni þessa heldur sendi þegar böðul og bauð að færa sér höfuð Jóhannesar. Hann fór og hjó af höfuð Jóhannesar í fangelsinu, kom með höfuð hans á fati og færði stúlkunni en stúlkan móður sinni. þegar lærisveinar hans fréttu þetta komu þeir, tóku lík Jóhannesar og lögðu í gröf. Mark.6:14-29.  


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir