10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Markúsarguðspjall.

Skyldulesning

Það var ég 

Tafarlaust knúði Jesús lærisveina sína að fara í bátinn og halda á undan yfir Betsaídu meðan hann sendi fólkið brott. Og þá er hann hafði kvatt það fór hann til fjalls að biðjast fyrir. Þegar kvöld var komið var báturinn á miðju vatni en Jesús einn á landi. Hann sá að þeim var þungur róðurinn því að vindur var á móti þeim og er langt var liðið nætur kemur hann til þeirra gangandi á vatninu og ætlar fram hjá þeim. Þegar þeir sáu Jesú ganga á vatninu hugðu þeir að það færi vofa og æptu upp yfir sig. Því að allir sáu þeir hann og urðu skelfdir. En. Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: ,,verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir. Og hann sté í bátinn til þeirra og lægði þá vindinn. Og þeir urðu öldungis agndofa enda höfðu þeir ekki skilið það sem gerst hafði með brauðin, hjörtu þeirra voru blind.

ÞEIR URÐU HEILIR

Þegar þeir höfðu náð yfir um komu þeir að landi við Genesaret og lögðu það að. Um leið og þeir stigu úr bátnum þekku menn Jesú. Og fólk tók að steypa fram og aftur um allt það hérað og bera sjúklinga í burðarrekkjum hvert þangað sem það heyrði að hann væri. Og hvar sem Jesús kom í þorp, borgir eða bæi lögðu menn sjúka á torgin og báðu hann að þeir fengju rétt að snerta fald klæða hans og allir þeir sem snertu hann urðu heilir. Mark.6:45-56


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir