7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Martial sendur heim eftir ellefu mínútur á æfingasvæðinu

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Það er ansi ólíklegt að Anthony Martial framherji Manchester United verði leikfær gegn PSG í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.

Martial var ekki með í gær þegar Manchester United vann 2-3 sigur gegn Southampton í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær, leikið var á St. Mary’s, heimavelli Southampton. Manchester United lenti 2-0 undir í leiknum en náði að koma til baka og tryggja sér þrjú stig úr leiknum. Jan Bednarek kom Southampton yfir með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá James Ward-Prowse.

Ward-Prowse var síðan sjálfur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu Southampton með marki úr aukaspyrnu á 33. mínútu. David De Gea, markvörður Manchester United, hefði átt að gera betur og koma í veg fyrir markið. De Gea þurfti að fara af velli á 46. mínútu vegna meiðsla, inn á kom varamarkvörðurinn Dean Henderson.

Leikar stóðu 2-0 allt þar til á 60. mínútu. Þá minkaði Bruno Fernandes muninn fyrir Manchester United með marki eftir stoðsendingu frá Edinson Cavani. Cavani jafnaði leikinn fyrir Manchester United með marki á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes. Cavani var síðan aftur á ferðinni í uppbótartíma venjulegs leiktíma er hann tryggði Manchester United öll stigin þrjú með marki á 92. mínútu.

Martial átti að spila en vaknaði veikur á hótelinu í Southampton í gær, hann mætti svo á æfingasvæði félagsins í til að hitta lækni. Eftir ellefu mínútur var hann sendur heim og þarf að jafna sig þar.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir