6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Martin með fleiri fráköst en stig í flottum Evrópusigri

Skyldulesning

Körfubolti

Martin í leik gegn Real Madrid fyrr á þessari leiktíð.
Martin í leik gegn Real Madrid fyrr á þessari leiktíð.
Oscar J. Barroso/Getty Images

Martin Hermannsson hafði hægt um sig er Valencia vann flottan útisigur á Fenerbache á útivelli í EuroLeague í kvöld.

Martin Hermannsson hafði hægt um sig er Valencia vann flottan útisigur á Fenerbache á útivelli í EuroLeague í kvöld.

Valencia vann að lokum fjögurra stiga sigur, 90-86, en frábær síðari hálfleikur tryggði Valencia sigurinn því þeir voru 43-33 undir í hálfleik.

Þeir snéru við taflinu í síðari hálfleik en mikil spenna var undir lokin. Fenerbache minnkaði muninn í tvö stig en nær komust þeir ekki. Lokatölur 90-86.

Martin hitti úr einu af þremur skotum sínum en eitt af þriggja stiga skotum hans fór niður. Þar að auki frákastaði hann fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Valencia er í 4. sæti deildarinnar en Fenerbache í því þrettánda.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir