8.4 C
Grindavik
20. júní, 2021

Mar­traðar­byrjun United varð þeim ekki að falli

Skyldulesning

Pogba var í stuði í kvöld.
Pogba var í stuði í kvöld.
Peter Powell/Getty

Manchester United vann nauðsynlegur sigur á botnliði Sheffield United, 3-2, á útivelli í kvöld er liðin mættust á Bramall Lane í Sheffield.

Margir ruku upp stór augu þegar byrjunarlið Man. United var tilkynnt en í markinu var Dean Henderson. David de Gea var á bekknum en Ole Gunnar Solskjær sagði fyrir leikinn að þetta væri löngu ákveðið.

Það voru einungis liðnar fimm mínútur er David McGoldrick kom Sheffield yfir, einmitt eftir skelfileg mistök Henderson í markinu, sem var allt of lengi að hreinsa boltanum frá marki.

Á 26. mínútu jafnaði Marcus Rashford metin og sjö mínútum síðar voru United komnir yfir eftir frábæra sendingu Paul Pogba. Anthony Martial gat ekki annað en skorað.

10 – Manchester United are the first side ever to score 2+ goals in 10 consecutive away games in the Premier League; indeed, they are the first club to do so in the English top-flight since Tottenham in October 1960. Clinical. pic.twitter.com/3bZlwx1Lxo

— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2020

United komst svo í enn vænlegri stöðu á 51. mínútu. Eftir frábæra skyndisókn skoraði Marcus Rashford er hann skaut nánast í gegnum Aaron Ramsdale í markinu. Flestir héldu þá að leik væri lokið.

Svo var ekki. David McGoldrick skoraði annað mark sitt og annað mark Sheffield á 87. mínútu og hélt vonum Sheffield á lífi en nær komust heimamenn ekki og mikilvægur sigur United.

United er eftir sigurinn í sjötta sætinu með 23 stig en Sheffield er á botninum með eitt stig.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir