10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Martröð Gary Martin á Tenerife – Læstur inni og búið að setja borða fyrir hurðina

Skyldulesning

Gary Martin framherji ÍBV í Lengjudeild karla er læstur inni á hótelherbergi á Tenerife og búið er að setja borða fyrir hurðina á herberginu.

Gary greindist með COVID-19 veiruna við komuna til Tenerife en hefur hingað til ekki fundið fyrir einkennum ef marka má Instagram reikning hans.

Gary ætlaði til Tenerife að æfa með vini sínum Troy Williamsson sem er boxari. Gary greindist með veiruna á landamærum Tenereife en Troy ekki. Þeir sitja nú fastir á hótelinu.

Þeir félagar mega ekki yfirgefa herbergið á hóteli sínu, heldur sitja þar öllum stundum og búið er að setja borða fyrir hurðina hjá þeim. Öryggisvörður labbar svo framhjá íbúð þeirra á tveggja klukkustunda fresti og athugar hvort þeir séu ekki á sínum stað.

Þeir félagar hafa nú dvalið í þrjár nætur á hótelinu og ljóst er að þær verða hið minnsta tíu. Gary Martin er væntanlegur til landsins snemma á næsta ári en samkvæmt heimildum 433.is stefnir allt í að hann spili áfram með ÍBV.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir