3 C
Grindavik
1. mars, 2021

Mason Mount reyndist hetja Chelsea gegn Fulham – Fyrsti deildarsigur Chelsea síðan 21. desember

Skyldulesning

Fulham tók á móti Chelsea í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Chelsea en leikið var á Craven Cottage, heimavelli Fulham.

Undir lok fyrri hálfleik fékk Antonee Robinson, leikmaður Fulham að líta beint raut spjald eftir glórulausa tæklingu. Fulham þurfti því að leika einum manni færri það sem eftir lifði leiks.

Það gekk erfiðlega fyrir leikmenn Chelsea að koma boltanum í mark Fulham en það tókst þó á 78. mínútu þegar að Mason Mount skoraði og tryggði Chelsea sigur.

Chelsea færir sig með sigrinum upp í 7. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 29 stig, þetta er fyrsti sigur liðsins í deildinni síðan þann 21. desember síðastliðinn.

Fulham er sem stendur í 18. sæti með 12 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Fulham 0 – 1 Chelsea 


0-1 Mason Mount (’78)


Rautt spjald: Antonee Robinson, Fulham (’44)

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir