7.3 C
Grindavik
24. september, 2021

MAST gefur út upplýsingar vegna yfirvofandi „harðs“ Brexit

Skyldulesning

Matvælastofnun hefur gefið út upplýsingar um atriði sem íslensk matvælafyrirtæki verða að hafa í huga ef ekki nást samningar milli Evrópusambandsins og Bretlands áður en aðlögunartímabilinu vegna Brexit lýkur 31. desember nk.

Að óbreyttu verður Bretland skilgreint sem þriðja ríki gagnvart Evrópusambandinu og EES-ríkjunum frá og með 1. janúar 2021. „Það felur m.a. í sér að dýraafurðir (búfjár- og sjávarafurðir) verða ekki lengur í frjálsu flæði á milli Bretlands og EES og þar með Íslands,“ segir á vef MAST.

Um innflutning frá Bretlandi segir m.a.:

„Eftirlitsskyldar vörur eru allar dýraafurðir, t.d. kjöt (hrátt, hitameðhöndlað eða unnið), mjólk, ostar, mjólkurprótein (whey og casein prótein), egg, samsettar vörur eins og majones, pizza með kjötáleggi, tilbúnir réttir sem innihalda kjöt eða fisk ofl., aukaafurðir (ABP) og fóður sem inniheldur dýraafurðir. Ýmsar vörur úr jurtaríkinu eru einnig eftirlitsskyldar, svo sem tilteknar tegundir af hnetum, grænmeti, kryddi og tei skv. ákvörðun ESB.“

Þá taka merkingar á vörum frá Bretlandi breytingum.

„Starfsstöðvar í Bretlandi munu frá og með 1. janúar ekki lengur nota merkinguna EC heldur munu vörur verða merktar samþykkisnúmer viðkomandi starfsstöðvar og GB (Great Britain).“

Hvað varðar útflutning frá Íslandi segir að innleiðing innflutningseftirlits með dýraafurðum til Bretlands muni fara fram í þremur þrepum; 1. janúar, 1. apríl og 1. júlí 2021.

Nánari upplýsingar má finna hér á vef MAST.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir