Mat Ryan hetjan þegar AZ Alkmaar komst í undanúrslit – DV

0
86

AZ Alkmaar og Anderlecht áttust við í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitu Sambandsdeildarinnar. Belgíska liðið hafði unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli.

Evengalos Pavlidis kom AZ Alkmaar yfir á 5. mínútu leiksins. Hann var aftur á ferðinni skömmu síðar og kom hollenska liðinu í 2-0.

Þar með var staðan í einvíginu orðin jöfn, 2-2.

Meira var hins vegar ekki skorað í venjulegum leiktíma og því farið í framlengingu. Þar tókst liðinu ekki heldur að skora og því ljóst að vítaspyrnu þurfti til að útkljá sigurvegara einvígisins.

Þar reyndist Mat Ryan í marki AZ Alkmaar hetjan og liðið fór með sigur af hólmi.

AZ Alkmaar 2-0 Anderlecht (2-2)
1-0 Evengalos Pavlidis 5′ (Víti)
2-0 Evengalos Pavlidis 13′
AZ Alkmaar sigraði í vítaspyrnukeppni, 4-1