3 C
Grindavik
7. maí, 2021

Matur & heimili á Hringbraut í kvöld: Jólabakstur og jólaborðið dekkað

Skyldulesning

Elenora Rós Georgesdóttir bakaranemi og jólastelpa verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur & Heimili á Hringbraut í kvöld kl. 20.

Elenora Rós Georgesdóttir er aðeins 19 ára gömul og hefur þegar gefið út sína fyrstu bók sem ber heitið Bakað með Elenoru Rós sem hefur hlotið verðskuldaða athygli en Elenora Rós hefur mikla og einlæga ástríðu fyrir bakstri. Hún er bakaranemi og starfar hjá Bláa lóninu við bakstur. „Ég hef elskað að baka frá því að ég man eftir mér og hef fengið að blómstra á þessu sviði,“ segir Elenora Rós og er afar þakklát fyrir þær viðtökur sem hún hefur fengið. Þjóðin hefur tekið unga bakaranemanum ástfóstri og það er ekki skrýtið, einlægt og hlýlegt viðmót Elenoru Rós bræðir öll hjörtu.

Jólalegar bollakökur

Sjöfn Þórðar heimsækir Elenoru Rós í eldhúsið á heimili hennar í Ytri-Njarðvík þar sem hún ætlar að baka í tilefni aðventunar, jólalegar bollakökur sem allir geta gert í þættinum Matur og Heimili. Einnig fá áhorfendur að sjá leynibakaríið hennar, eldhúsið þar sem töfrarnir gerast, sem foreldrar hennar settu upp fyrir hana í bílskúrnum en Elenora Rós er foreldrum sínum innilega þakklát fyrir allan þann stuðning sem þau hafa veitt henni til að aðstoða hana við að láta drauma hennar rætast.

Elva sviptir hulunni af jólahátíðarborðinu í ár

Þá heimsækir Sjöfn hana Elvu Hrund Ágústsdóttur, stíllista og fagurkera, en hún ætlar að sýna hvernig við dekkum jólaborðið fallega. Sviptir hún hulunni af hátíðarborði sem hún er búin að dekka.

„Þegar ég legg af stað í að dekka borð, þá ræðst útkoman oftar en ekki á einhverjum hlut sem mig langar til að skreyta með. Í ár var það „úfin“ blómaskreyting og berjalitaður dúkur sem ég vildi koma á borðið. Ég var með ákveðinn lit á dúk í huga og hætti ekki að leita fyrr en ég á endanum fann hörefni í rétta litnum og saumaði. Eftir það kom hitt af sjálfu sér. Ég ætlaði mér upphaflega að fara í ljóst og lystugt þema, en endaði í dökkum og dulúðlegum stíl.“ Aðspurð segir Elva að hefðir í litum og skreytingum séu breytilegar frá ári til árs. „Það breytist á hverju ári. Þó að diskar og hnífapör séu meira og minna sami grunnurinn, þá getur dúkurinn breyst, litaval á kertum, kertastjakar, skálar, glös og servíettur. Þetta eru allt hlutir sem hægt er að leika sér með á marga vegu. Annars finnst mér alveg ómissandi að hafa fersk blóm og greni.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir