Mbappe reiður út í PSG eftir nýjustu vendingar og gefur út yfirlýsingu – DV

0
174

Kylian Mbappe leikmaður PSG hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir ósætti með það að að hann sé andlitið í nýrri herferð félagsins.

Mbappe er andlitið í auglýsingum PSG fyrir næsta tímabil og aðrir leikmenn félagsins komast varla að.

PSG auglýsir ársmiða fyrir næstu leiktíð og er Mbappe ekki glaður yfir því að vera sá eini sem er settur á auglýsingar.

„Ég er ekki sáttur með þetta mydnband, PSG er frábært félag og fjölskylda. Þetta er ekki Kylian Saint-Germain,“ segir Mbappe.

Mbappe gæti reynt að fara frá PSG í sumar en hann hefur virkað fremur ósáttur á þessu tímabili.

🚨 Statement from Kylian Mbappé in disagree with PSG campaign for 23/24 season tickets where he was involved almost everywhere.

“I was never informed of that — I don’t agree with that video published”.

“PSG is a top club and family — but it’s NOT Kylian Saint-Germain”. pic.twitter.com/Sj70BXZMEz

— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 6, 2023