4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

McManaman: Veltur allt á sóknarmönnum Liverpool

Skyldulesning

Sóknarmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool gætu ráðið úrslitum gegn Chelsea að mati Steves McManamans, fyrrverandi leikmanns Liverpool.

Li­verpool  Chel­sea, staðan er 0:0

Liðin eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í Liverpool og er staðan markalaus eftir fyrstu fimmtán mínútur leiksins.

„Það er frábært að sjá Alisson og Fabinho aftur í liðinu,“ sagði McManaman.

„Þetta veltur á sóknarmönnum Liverpool því ef maður horfir á varnarlínu Chelsea þá er þetta klárlega ekki sterkasta varnarlínan þeirra.

Tuchel stillir upp liði sem hann treystir sem er mikilvægt en ef sóknarmenn Liverpool eru á deginum sínum gæti þetta orðið erfitt fyrir Chelsea,“ sagði McManaman meðal annars.

Leikur Liverpool og Chelsea er sýndur beint á Síminn Sport.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir