Kevin De Bruyne er lykilmaður í enska knattspyrnuliðinu Manchester City og þeir Tómas Þór Þórðarson og Gylfi Einarsson ræddu mikilvægi Belgans í Vellinum á Símanum sport.
Belgíski miðjumaðurinn hefur lagt upp 64 mörk í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2016, 24 fleiri en næsti maður.
De Bruyne lagði upp fyrra mark City í 2:0-sigrinum á Fulham á laugardag með glæsilegri sendingu á Raheem Sterling og skoraði svo seinna markið sjálfur á vítapunktinum.
Innslagið úr Vellinum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.