0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Með betri virkni en inflúensubóluefni

Skyldulesning

Bóluefna er beðið með eftirvæntingu um allan heim.

Bóluefna er beðið með eftirvæntingu um allan heim.

AFP

Tvö þeirra bóluefna sem búið er að kynna að verði notuð við bólusetningar, frá bóluefnaframleiðendunum Moderna og Pfizer/BioNTECH, eru sögð með allt að 95% virkni. Er það mun meiri virkni en hjá inflúensubóluefnum sem eru í boði ár hvert.

Að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis helgast það af því að inflúensan breytist á hverju ári. Segir hann að virkni bóluefna gegn inflúensu sé 40-80%. „Það þarf alltaf að breyta inflúensubóluefninu frá ári til árs því inflúensan breytist alltaf. Bóluefnið passar passar misvel við inflúensuna sem gengur og því getur virknin verið frá 40-80%,“ segir Þórólfur. 

Þriðja bóluefnið við Covid-19 frá Aztra Zeneca er hins vegar sagt með um 70% virkni. Bóluefni sem notuð eru í barnabólusetningu eru alla jafna með meiri virkni eða allt að 99% virkni. 

Ekkert bendir til alvarlegra aukaverkana

Lyfjastofnun Evrópu fer nú yfir það hvort bóluefnið sem hefur verið kynnt sé öruggt í notkun og er búist við niðurstöðum 29. desember. Að sögn Þórólfs verða spilin lögð á borðið þegar rannsóknum á bóluefninu lýkur og aukaverkanir kynntar ef einhverjar eru. Einnig verður farið yfir alvarlegar aukaverkanir Covid-sýkingarinnar. 

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir.

„Svo þarft þú að taka ákvörðun um það hvort þú vilt eiga á hættu að fá Covid og þær alvarlegu aukaverkanir sem tengjast þeim eða hvort þú vilt taka bóluefnið. Við vitum hins vegar ekkert um neinar aukaverkanir fyrr en búið er að fara yfir rannsóknirnar. Ef það verða alvarlegar aukaverkanir, þá gæti komið upp sú staða að menn myndu ekki telja það áhættunnar virði að nota þetta bóluefni. Fyrstu fregnir um bóluefnið gefa hins vegar ekki í skyn neinar alvarlegar aukaverkanir,“ segir Þórólfur.

Innlendar Fréttir