3 C
Grindavik
4. mars, 2021

Með fyrstu Íslendingum til að vera bólusettur

Skyldulesning

Þórarinn Árni Bjarnason býr í Iowa í Bandaríkjunum ásamt Ínu …

Þórarinn Árni Bjarnason býr í Iowa í Bandaríkjunum ásamt Ínu Valgerði Pétursdóttur konu sinni og tveimur dætrum þeirra.

Ljósmynd/Aðsend

Þórarinn Árni Bjarnason er líklega með fyrstu Íslendingum í heiminum til að vera bólusettur fyrir COVID-19. Hann býr í Iowa í Bandaríkjunum þar sem hann leggur stund á sérfræðinám í hjartalækningum við University of Iowa Hospital and Clinics í Iowaborg, en Þórarinn hefur þegar lokið sérfræðinámi í lyflæknisfræði.

Þórarinn útskýrir fyrir fréttamanni að bólusetningu á starfsfólki háskólaspítalans sé skipt í fasa eftir því hve mikið viðkomandi starfsmaður sér um kórónuveirusjúklinga, og þar sem hann er í 2. fasa hafi hann fengið bóluefnið tiltölulega snemma.

„Ég er ekki endilega að sjá um COVID-19-sjúklinga daglega en ég gæti verið beðinn um það þegar ég er í ráðgjafarteyminu, á vaktinni, er að gera hjartaómun eða er á þræðingarstofunni,“ segir hann.

Þórarinn tók bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Pfizer, en um tíu þúsund skammtar af því verða sendir til Íslands um áramótin, og um 17.500 skammtar í viðbót í janúar og febrúar. Samtals dugir þetta bóluefni fyrir tæplega 14.000 manns.

Nú er mikið talað um nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem skotið hefur upp kollinum víða, m.a. í Bretlandi og við landamæri Íslands. Hefurðu áhyggjur af því að nýja Pfizer-bóluefnið veiti ekki ónæmi gegn því afbrigði?

„Á þessari stundu vitum við, alla vega ég, einfaldlega of lítið um þetta nýja afbrigði. Við vitum að svona veira er óstabíl sem veldur tíðum stökkbreytingum sem annaðhvort breyta engu eða geta breytt eiginleikum veirunnar, til að gera hana vægari eða hættulegri,“ segir Þórarinn.

„Á þessari stundu hef ég engar sérstakar áhyggjur af því að þetta nýja afbrigði muni gera það að verkum að Pfizer-bóluefnið, eða hin bóluefnin, verða ónothæf gegn veirunni.“

Þórarinn færi seinni bólusetningarsprautuna snemma í janúar.

Þórarinn færi seinni bólusetningarsprautuna snemma í janúar.

Ljósmynd/Aðsend

Þórarinn hefur bara fengið fyrri sprautuna af tveimur, og er því ekki orðinn alveg ónæmur fyrir veirunni enn og gengur um með grímu utan heimilisins. Þrátt fyrir það er hann afar bjartsýnn á framtíðina.

„Það er óhætt að segja að ég hef aldrei verið eins spenntur að fá bólusetningu eins og einmitt núna. Það vaknaði ákveðin von um að þetta sé upphafið á endinum og manni finnst eins og núna sé maður farinn að ljósið við enda ganganna,“ segir hann.

„Það er orðið langt síðan maður sá fjölskyldu og vini. Litlu stelpurnar mínar geta ekki beðið eftir að knúsa ömmur sínar og afa á ný.“

Innlendar Fréttir