8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

„Með hálfan þjóðveginn á dekkjunum“

Skyldulesning

Þykkt tjörulag var á dekkjunum.

Þykkt tjörulag var á dekkjunum.

Ljósmynd/Marín Guðrún Hrafnsdóttir

Marín Guðrún Hrafnsdóttir og fjölskylda voru ein þeirra sem lentu í illa í blæðingu á klæðingu þjóðvegarins. Komu þau við á verkstæði á Hvammstanga þar sem dekkin höfðu hlaðið á sig þykku tjörulagi. Spýttust hnullungar yfir bílinn þegar vöruflutningabifreiðar óku gegnt þeim. 

Komið var við á verkstæði á Hvammstanga til að hreinsa …

Komið var við á verkstæði á Hvammstanga til að hreinsa dekkin.

Ljósmynd/Marín Guðrún Hrafnsdóttir

Ljósmynd/Marín Guðrún Hrafnsdóttir

Af myndunum má sjá að dekkjagrip hefur ekki verið mikið. María sagði eftirfarandi færslu á  Facebook sem birt er með leyfi mbl.is.  

„Keyrðum að norðan og þökkum fyrir að hafa ekki lent í slysi enda hrikalega erfitt að keyra með hálfan þjóðveginn á dekkjunum. Við komum við á verkstæði á Hvammstanga en það var lítið hægt að gera og dekkin söfnuðu þykku lagi strax aftur. Vegagerðin sagði þetta vegna hitabreytinga en þær eru nú varla einsdæmi né ættu að koma á óvart. Tjón á bíl, sem er verulegt, verður bætt en hvað með slys sem svo auðveldlega hefðu getað orðið? Það tók 6 tíma að keyra heim (3.5 yfirleitt)enda dekkin þakin olíulími og bíllinn hristist og skalf. Þegar maður mætti vöruflutningabílum spýttust hnullungar af malbiki á bílinn. Ég hringdi í lögregluna sem tók allt niður en vísaði á Vegagerðina,“ segir Marín á FB. 

Ljósmynd/Marín Guðrún Hrafnsdóttir

Innlendar Fréttir