Blaðamaður Mjölnis náði tali af nýkjörnum videóstjóra er hann var að jafna sig á úrslitunum. Hann var að vonum hrærður og vildi koma á framfæri þökkum til sinna stuðningsmanna sem hann sagði að hefðu unnið dag og nótt síðustu daga og vildi hann þakka þeim sigurinn. Þetta væri sigur liðsheildarinnar.

Aðspurður um þann orðróm að um svindl hefði verið að ræða vísaði hann því heim til föðurhúsanna og sagði þessa kosningu lögmæta á allan hátt, þó svo að Cheeriospakkinn hafi verið þannig gerður að hver gat komist í hann sem vildi og hagrætt úrslitum ef svo bæri undir. Óli sagði að nýja starfið legðist vel í sig, með nýjum mönnum koma nýir siðir og líklegt væri að áherslubreytingar yrðu gerðar á úrvali mynda.  Einnig væri sú hugmynd uppi að vera með þema hvern túr en allt kæmi þetta í ljós.