6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Með samningstilboð frá Barcelona

Skyldulesning

Cesar Azpilicueta hefur verið fyrirliði Chelsea frá árinu 2019.

Cesar Azpilicueta hefur verið fyrirliði Chelsea frá árinu 2019. AFP

Forráðamenn knattspyrnuliðs Barcelona á Spáni hafa boðið Cecar Azpilicueta, varnarmanni Chelsea, tveggja ára samning með möguleika á árs framlengingu.

Það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu. Azpilicueta, sem er 32 ára gamall, verður samningslaus í sumar en hann hefur leikið með Chelsea á Englandi frá árinu 2012.

Hann hefur ekki viljað framlengja sinn við Evrópumeistarana en ekki er þó útilokað að hann verði áfram í herbúðum enska liðsins á næstu leiktíð.

Alls á hann að baki 459 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 15 mörk og lagt upp önnur 56. Þá á hann að baki 36 A-landsleiki fyrir Spán.

Azpilicueta hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Chelsea en hann hefur tvívegis orðið Englandsmeistari með liðinu, þá hefur hann orðið Evrópumeistari, heimsmeistari félagsliða, Evrópudeildarmeistari, bikarmeistari og deildabikarmeistari með félaginu.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir