Með tappa í gatinu….
Í slippnum þurfti að öxuldraga þeas að draga skrúfuöxulinn með skrúfunni og öllu heila grammsinu aftur úr skipinu til að gera við skrúfuna. Skrúfan var verr farin en menn ætluðu og því var gripið til þess ráðs að setja tappa í gatið sem annars hýsir skrúfuöxulinn og slaka skipinu niður þar sem öllu öðru var lokið sem gera þurfti á þurru landi. Júlíus liggur semsagt við bryggju með enga skrúfu eða stýri, heldur “tappa í rassinum” eins og sagt er.
Blm Júllans tók þessar myndir í slippnum áður en skipinu var rennt niður úr slippnum þar sem það bíður viðgerðar á skrúfunni, en þá verður það tekið upp aftur og skrúfa og stýri sett á sinn stað… Svo skemmtilega vildi til að formaður piparsveinafélags Júllans var staddur þarna og þótti alveg tilvalið að stilla honum upp við “gatið”