8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Með tárin í augunum þegar hann rifjaði upp falla sögu af Houllier

Skyldulesning

Gérard Houllier fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool lést í gær. Þessi franski knattspyrnustjóri var 73 ára gamall.

Houllier er þekktastur fyrir að hafa stýrt Liverpool frá 1998 til ársins 2004 og var hann vel liðinn á meðal stuðningsmanna félagsins. Houllier vann enska bikarinn, deildarbikarinn og Evrópukeppni félagsliða með Liverpool árið 2001. Hann vann frönsku úrvalsdeildina með Lyon og PSG en hann var um tíma þjálfari franska landsliðsins.

Danny Murphy var í herbúðum Liverpool árið 2001 en var meiddur í úrslitaleik deildarbikarsins. Hann var með tárin í augunum þegar hann rifjaði það upp.

„Þetta segir allt um Houllier, fyrsti bikarinn sem við unnum. Þetta var deildarbikarinn og ég hafði skorað tvö í undanúrslitum. Síðan meiðist ég, ég gat ekki spilað úrslitaleikinn,“ sagði Murphy.

„Það var aðeins medalía fyrir þá sem tóku þátt í leiknum. Við unnum í vítaspyrnukeppni, þú fagnar en varst samt ekki með í þessum leik.“

Houllier sá að Murphy hafði ekki fengið medalíu. „Ég hugsaði með mér að það væri enginn heimsendir að fá  ekki medalíu, Houllier sá það og tók sína af og gaf mér. Hann vildi gera þetta strax, algjör heiðursmaður. Ég trúði þessu varla.“

❌ “I was injured for the final.”

🥇 “You only got a medal if you played.”

👏 “Gérard took his medal off and gave it straight to me. I couldn’t believe it.”

Danny Murphy tells a brilliant story about Gérard Houllier’s time as Liverpool boss. pic.twitter.com/0HJ1omF25O

— talkSPORT (@talkSPORT) December 14, 2020

nk you – it didn’t mean much to him but it was more of a case of him wanting me to have a reward for my contributions.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir