Með því að fylgja þessum einföldu ráðum getur fertug manneskja lengt líf sitt um mörg ár – DV

0
20

Fertugt fólk getur lengt líf sitt um mörg á með því að skipta vinsælum en óhollum matvælum út. Flestir vita vel hvaða matur er óhollur en nú hafa vísindamenn komist að því hversu mikið er hægt að lengja lífið með því að skipta þessum mat út fyrir hollari mat. Það voru vísindamenn við háskólann í Bergen í Noregi sem rannsökuðu þetta og notuðust við gögn úr hinum svokallaða UK Biobank sem er gríðarstór breskur gagna/heilsufarsbanki. Notuðust þeir við gögn 467.354 Breta sem höfðu skráð matarvenjur sínar.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature Food og eru niðurstöðurnar skýrar. Ef þú ert meðal þeirra sem notast við neyslupýramída sem samanstendur aðallega af hvítu brauði, óhollum morgunmat, sykruðum gosdrykkjum og kýst að borða unnar kjötvörur á borð við beikon, pylsur, frosnar pítsur og tilbúna kjötrétti þá getur þú lengt líf þitt um mörg ár með því að snúa þér að hollara fæði.

Segja vísindamennirnir að mesti ávinningurinn náist með því að borða meira af grófu korni, hnetum og ávöxtum og minna af sætum drykkjarvörum og unnum kjötvörum.

Segja þeir að fertugur karlmaður geti lengt líf sit að meðaltali um 8,8 ár með þessari breytingu og að fertugar konur geti lengt líf sitt um 8,6 ár að meðaltali.