6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Meiddur á hné og óljóst með framhaldið

Skyldulesning

Diogo Jota í baráttunni við íslenska landsliðsmanninn Mikael Neville Anderson …

Diogo Jota í baráttunni við íslenska landsliðsmanninn Mikael Neville Anderson í leik Liverpool og Midtjylland í vikunni.

AFP

Diogo Jota, sóknarmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, meiddist í 1:1 jafntefli liðsins gegn Midtjylland í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Jota haltraði af velli undir lok leiks og hefur staðarblaðið Liverpool Echo nú staðfest að um hnémeiðsli sé að ræða.

Ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðslin eru þar sem beðið er eftir því að bólga í kringum hnéð hjaðni en þó er ljóst að Jota mun missa af leik Liverpool gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Þetta gæti verið enn eitt áfallið fyrir liðið, sem hefur þurft að glíma við meiðsli fjölda leikmanna á tímabilinu.

Á samfélagsmiðlinum Twitter hefur fjöldi stuðningsmanna Liverpool gagnrýnt ákvörðun Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, um að spila Jota í 87 mínútur í þýðingarlausum leik í Meistaradeildinni í vikunni, en Liverpool var þegar búið að vinna D-riðilinn fyrir viðureignina gegn Midtjylland.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir