8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Meiðslavandræði hjá Klopp fyrir toppslaginn – Verður enginn miðvörður heill heilsu?

Skyldulesning

Það er óvíst hvort Joel Matip verði leikfær fyrir Liverpool þegar liðið mætir Tottenham í toppslag enska boltans á morgun. Matip fór meiddur af velli gegn Fulham á sunnudag.

Liverpool missti þá tvö dýrmæt stig gegn nýliðum Fulham en Matip fór af velli í hálfleik, hann var með verk í baki.

Fyrir eru Joe Gomez og Virgil van Dijk frá og því gæti Jurgen Klopp farið inn í leikinn án þess að hafa eiginlegan miðvörð, heilan heilsu.

Fabinho hefur leyst stöðuna en hann er að upplagi miðjumaður, þá er óvíst hvort Naby Keita hafi heilsu í þennan leik. Þá eru James Milner og Xerdan Shaqiri frá, auk Diogo Jota sem verður frá í sex vikur.

„Ég veit ekki með Matip, það eru bara tveir dagar frá síðasta leik. Hann fór út af þar,“ sagði Klopp.

„Sjúkraþjálfarar okkar hafa verið með hann nánast allan sólarhringinn, við sjáum til. Það er æfing í dag þar sem þetta kemur betur í ljós.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir