6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Meiðsli í herbúðum United

Skyldulesning

Paul Pogba verður ekki með United um helgina.

Paul Pogba verður ekki með United um helgina.

AFP

Miðjumennirnir Paul Pogba og Scott McTominay verða fjarri góðu gamni þegar Manchester United heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á sunnudaginn kemur.

Þeir eru báðir að glíma við meiðsli og æfðu ekki með liðinu í dag en þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, á blaðamannafundi í morgun.

„Hvorki Scott McTominay né Paul Pogba æfðu í morgun og því afar ólíklegt að þeir séu að fara taka þátt í leiknum gegn Southampton,“ sagði Solskjær.

„Luke Shaw er byrjaður í endurhæfingu eftir að hafa tognað aftan í læri, Jesse Lingard er byrjaður að æfa á nýjan leik eftir sóttkví og Phil Jones verður frá til áramóta.

Annars eru allir aðrir leikmenn liðsins klárir í slaginn,“ bætti Solskjær við en United er með 13 stig í tíunda sæti deildarinnar eftir átta spilaða leiki.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir