6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Meiðsli Thiago ekki alvarleg

Skyldulesning

Thiago í leik með Liverpool gegn Leeds United í síðasta …

Thiago í leik með Liverpool gegn Leeds United í síðasta mánuði. AFP

Thiago, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, meiddist aftan á læri í upphitun fyrir úrslitaleik liðsins gegn Chelsea á sunnudag.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, greindi frá því á blaðamannafundi í gær að ekki væri um alvarleg meiðsli að ræða.

Liverpool mætir Norwich City í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld og West Ham United í ensku úrvalsdeildinni um á laugardag.

Thiago missir af leiknum í kvöld og mjög líklega þeim um helgina en gæti snúið næstkomandi þriðjudag þegar Liverpool fær Internazionale í heimsókn.

„Hann hefur það fínt en er ekki leikfær. Ég er ekki viss með helgina. Kannski gegn [Inter] Mílanó. Pottþétt eftir það,“ sagði Klopp.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir