Meint árás hans til rannsóknar hjá lögreglu – DV

0
147

Lögregla rannsakar nú mál sem átti sér stað eftir leik Celtic og Rangers í skoska kvennaboltanum um helgina.

Craig McPherson, aðstoðarjálfari Rangers, virtist skalla þjálfara Celtic, Fran Alonso, eftir leikinn. Hann er nú til rannsóknar.

McPherson var virkilega pirraður eftir leikinn, en Caitlin Hayes skoraði dramatískt jöfnunarmark fyrir Celtic á níundu mínútu uppbótartíma.

One Rangers coach seemed very angry after that. Terrible behaviour @CelticFCWomen #celticwomen Well done to Fran Alonso for not reacting #celtic #rangers pic.twitter.com/K0D3qQAEzL

— Mel 💜 (@mel9samaras) March 27, 2023

„Ég talaði ekki við hann allan leikinn. Það er alltaf svekkjandi að fá á sig mark á lokamínútu leiksins,“ sagði skilingsríkur Alonso eftir leik.

„Ég var kallaður lítil rotta. Ég veit ekki alveg af hverju.