8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Meintur nauðgari þarf að sæta geðrannsókn

Skyldulesning

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að meintur nauðgari skuli sæta geðrannsókn. Málið varðar meinta nauðgun mannsins frá árinu 2019. Er hann í ákærunni sagður hafa nauðgað öðrum manni í tvígang í endaþarm. Fyrst í bíl sínum og síðar á heimili sínu í Reykjavík.

Héraðssaksóknari lagði fram kröfuna um geðmatið, að því er segir í úrskurðinum. Þar kemur jafnframt fram að ætlun með því mati sé að kanna hvort ákærði hefði af einhverjum ástæðum „ekki áttað sig á ástandi brotaþola og hvort ákærði geti almennt ekki áttað sig á breyttri afstöðu fólks.“ Í sálfræðimati yfir manninum kemur fram að ákærði sé með ýmis konar greiningar og sé „yfir greiningarmörkum“ hvað varðar félagslega hæfni. Þá segir að hann sé ónæmur og hafi lítið innsæi í tilfinningar, líðan og hegðun annars fólks. Á þessu má álykta, segir jafnframt, „að nauðsynlegt sé að fram fari mat á geðheilbrigði ákærða og að matsmaður leggi mat á það álitaefni hvort ákærði hafi verið fær um, eða alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu sökum geðveiki, andlegs vanþroska, hrörnunar, rænuskerðingar eða annars samsvarandi ástands […].“

Þrátt fyrir mótmæli ákærða tók dómarinn undir kröfu Héraðssaksóknara í málinu. Segir í niðurstöðukafla dómsins að fallist sé á það mat að vafi geti leikið á sakhæfi ákærða og niðurstaða um þau atriði sem krafist er mats um geti skipt sköpum um framhald málsins.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir