10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

Meintur ofbeldismaður neitaði að segja til nafns

Skyldulesning

Innlent | mbl | 17.2.2022 | 6:07 | Uppfært 7:10

Í tvígang barst lögreglu tilkynning um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur …

Í tvígang barst lögreglu tilkynning um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þriggja bíla árekstur varð í Hlíðahverfi í Reykjavík síðdegis í gær. Enginn slasaðist en bifreiðarnar voru fjarlægðar með dráttarbifreið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Rétt fyrir miðnætti í nótt barst lögreglu tilkynning um slagsmál í miðbænum en allir voru farnir þegar lögregluþjónar mættu á vettvang skömmu síðar.

Á sama tíma barst tilkynning um önnur slagsmál og var einn einstaklingur handtekinn. Sá neitaði að segja til nafns og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Lögregla hafði í gærkvöldi og í nótt í nokkur skipti afskipti af ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum vímuefna.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir