4 C
Grindavik
8. maí, 2021

Meiri vonbrigði hjá Liverpool (myndskeið)

Skyldulesning

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er viðureign Arsenal og Liverpool á laugardaginn en bæði lið hafa átt erfiðan vetur.

Titilvörn Englandsmeistara Liverpool hefur orðið að engu enda liðið í 7. sæti, 25 stigum frá toppnum, eftir 29 umferðir. Arsenal, sem ætlaði sér Meistaradeildarsæti, er tveimur sætum neðar.

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Matt Holland, sem hóf ferilinn með yngri liðum Arsenal, fer aðeins yfir leikinn og mikilvægi hans í myndskeiðinu hér að ofan. Arsenal tek­ur á móti Li­verpool á laug­ar­dag­inn og má sem endra­nær eiga von á fjölda marka í leikn­um. Í fyrri leik liðanna voru þau fjög­ur þegar Li­verpool vann 3:1-sig­ur á An­field.

Leik­ur­inn á laug­ar­dag­inn hefst klukk­an 19 og verður í beinni út­send­ingu á Sím­an­um Sport. Upp­hit­un hefst hálf­tíma fyrr og leik­ur­inn verður jafn­framt í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir