2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Meistaradeild Evrópu: Barcelona og Juventus tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum – Manchester United vann á heimavelli

Skyldulesning

Sex leikjum lauk í kvöld í 4. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Barcelona og Juventus tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum og Bruno Fernandes var allt í öllu í sigri Manchester United. Lestu um öll úrslit kvöldsins hér fyrir neðan.

Í H-riðli vann Manchester United 4-1 sigur á tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir. Leikið var á Old Trafford. Bruno Fernandes kom heimamönnum yfir með marki á 7. mínútu. Hann var síðan aftur á ferðinni er hann tvöfaldaði forystu United með marki á 19. mínútu.

Marcus Rashford bætti síðan við þriðja marki United úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Á 75. mínútu minnkaði Deniz Turuc muninn fyrir Istanbul en nær komust gestirnir þó ekki. Daniel James innsiglaði 4-1 sigur United með marki á 92.mínútu.

Í hinum leik H-riðils, tók franska liðið Paris Saint-Germain á móti þýska liðinu RB Leipzig. Neymar kom PSG yfir með marki úr vítaspyrnu á 11. mínútu og það reyndist eina mark leiksins.

Manchester United er í 1. sæti H-riðils með 9 stig. PSG er í öðru sæti með 6 stig, RB Leipzig er í 3. sæti með 6 stig og Istanbul Basaksehir rekur lestina í 4.sæti með 3 stig.

Í G-riðli vann Barcelona 0-4 sigur gegn úkraínska liðinu Dynamo Kyiv. Sergino Dest kom Barcelona yfir með marki á 52. mínútu. Danski leikmaðurinn Martin Braithwaite tvöfaldaði síðan forystu Börsunga með marki á 57. mínútu. Braithwaite var síðan aftur á ferðinni á 70. mínútu er hann skoraði þriðja mark Barcelona úr vítaspyrnu. Antoine Griezmann innsiglaði síðan 0-4 sigur Barcelona með marki á 90.mínútu. Barcelona er þar með komið í 16- liða úrslit keppninnar.

Í hinum leik G-riðils vann ítalska liðið Juventus 2-1 sigur á ungverska liðinu Ferencvaros. Gestirnir komust óvænt yfir með marki frá Myrto Uzuni á 19. mínútu. Á 35. mínútu jafnaði Cristiano Ronaldo leikinn fyrir Juventus. Það var síðan Alvaro Morata sem tryggði Juventus sigur og sæti í 16- liða úrslitum með marki í uppbótartíma.

Barcelona er í 1. sæti G-riðils með 12 stig. Juventus er í 2. sæti riðilsins með 9 stig. Ferencvaros er í 3.sæti með 1 stig og Dynamo Kyiv er í 4. sæti með 1 tig

Í F-riðli vann þýska liðið Dortmund 3-0 sigur á belgíska liðinu Club Brugge. Gulldrengurinn Erling Braut Haaland, kom Dortmund yfir með marki á 18. mínútu. Jadon Sancho tvöfaldaði síðan forystu Dortmund með marki á 45. mínútu. Haaland skoraði þriðja mark Dortmund og sitt annað mark í leiknum á 60. mínútu og innsiglaði 3-0 sigur Dortmund.

Í hinum leik F-riðils tók ítalska liðið Lazio á móti rússneska liðinu Zenit. Ciro Immobile kom Lazio yfir með marki á 3. mínútu. Marco Parolo bætti síðan við öðru marki Lazio á 22. mínútu. Þremur mínútum síðar minnkaði ,Artem Dzyuba, muninn fyrir Zenit. Á 55. mínútu skoraði Immobile mark úr vítaspyrnu og staðan því orðin 3-1 fyrir Lazio. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Dortmund er í 1. sæti F-riðils með 9 stig, Lazio er í 2. sæti með 8 stig, Club Brugge er í 3. sæti með 4 stig og Zenit er í 4. sæti með 1 stig.

H-riðill:


Manchester United 4 – 1 Istanbul Basaksehir 


1-0 Bruno Fernandes (‘7)


2-0 Bruno Fernandes (’19)


3-0 Marcus Rashford (’35, víti)


3-1 Deniz Turuc (’75)


4-1 Daniel James (’90+2)

Paris Saint-Germain 1 – 0 RB Leipzig


1-0 Neymar (’11, víti)

G-riðill:


Dynamo Kyiv 0 – 4 Barcelona 


0-1 Sergino Dest (’52)


0-2 Martin Braithwaite (’57)


0-3 Martin Braithwaite (’70, víti)


0-4 Antoine Griezmann

Juventus 2 – 1 Ferencvaros


0-1 Myrto Uzuni (’19)


1-1 Cristiano Ronaldo (’35)

F-riðill:


Borussia Dortmund 3 – 0 Club Brugge


1-0 Erling Braut Haaland (’18)


2-0 Jadon Sancho (’45+1)


3-0 Erling Braut Haaland (’60)

Lazio 3 – 1 Zenit St. Petersburg


1-0 Ciro Immobile (‘3)


2-0 Marco Parolo (’22)


2-1 Artem Dzyuba (’25


3-1 Ciro Immobile (’55, víti)

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir